Skeifan 19 skrifstofukjarni

Skrifstofukjarni félagsins í Skeifunni 19 er beint á móti Pennanum.  Mikil eftirspurn hefur verið eftir minni skrifstofurýmum á svæðinu en á hæðinni eru samtals 11 skrifstofur.  Allar skrifstofurnar eru með hlutdeild í tveimur fundarherbergjum á sömu hæð og eldhússaðstöðu.  Skrifstofurnar eru frá tæplega 70 til tæplega 20 fm og snúa þrjár þeirra í suður og átta í norður.  Skrifstofurnar eru leigðar án húsgagna en fundarherbergin eru fullinnréttuð og þá eru sömuleiðis flott setsvæði þar sem hægt er að hitta fleiri leigutaka hæðarinnar og koma á tengingum og samvinnu sé áhugi fyrir slíku.  Ein skrifstofa er laus á hæðinni og er merkt nr. 8 á grunnmynd hæðar. Um er að ræða tæplega 67 fm hornskrifstofu með útsýni til norðurs.

Rými í boði

skrifstofa
Gerð:
Skrifstofuhúsnæði
Stærð:
67 m2
  1. Senda fyrirspurn