Skrifborðsleiga - Suðurlandsbraut 22

Félagið hefur ákveðið að bjóða upp á skrifborðsleigu í byggingu sinni að Suðurlandsbraut 22.  Um er að ræða sex skrifborð í stóru 150 fm opnu vinnurými þar sem nútímaleg hönnun ræður ríkjum í björtu og flottu skrifstofuhúsnæði.  Rafhækkanleg skrifborð hönnuð af Valdimar Harðarsyni og góðir skrifborðsstólar.  Leigutakar geta minnst bundið sig í 30 daga og því getur binditími verið skammur.  Um er að ræða nýtt leiguform hjá félaginu.  Allir leigutakar í opna vinnurýminu hafa aðgang að sameiginlegu fundarherbergi þar sem bókað er í gegnum outlook og einnig aðgengi að sameiginlegri kaffiaðstöðu. 

Sjá á korti

Rými í boði

Gerð:
Stærð:
m2
  1. Senda fyrirspurn