Smáratorg 1

Fljótlega losnar tæplega 850 fm verslunarrými á þessum vinsæla stað í verslunarkjarnanum í Kópavogi.  Um er að ræða glæsilegt verslunarými, bæði hátt til lofts og vítt til veggja.  Stórir gluggar og mikill sýnileiki.  Mjög góð aðstaða er að lagerrými bakatil við húsið með stórri og góðri iðnaðarhurð.  Ekki er langt síðan ásýnd verslunarkjarnans var nútímavædd og sérstök áhersla lögð á sýnileika bæði þegar lýtur að birtu og auglýsingagildi verslana sem þar eru.  Verslunarkjarninn er staðsettur við Turninn í Kópavogi nærri fjölmörgum stofnbrautum og svæðið eitt af kennileitum Kópavogs.  Mjög gott aðgengi er að byggingunni og gengið beint inn af stóru bílastæði en einnig er undir byggingunni sjálfri sem og Turninum mjög stór bílakjallari. Afhending verslunarrýmis er samkvæmt samkomulagi.

Sjá á korti

Rými í boði

verslunarrými
Gerð:
Verslunarhúsnæði
Stærð:
850 m2
  1. Senda fyrirspurn