KVOSIN

Í Kvosinni er að finna sögufrægar byggingar í hjarta Reykjavíkurborgar sem eru ýmist lausar til leigu eða eru að verða lausar til leigu fljótlega. Hér er því tækifæri sem ekki oft býðst.  Byggingarnar tengjast allar saman en um er að ræða Hafnarstræti 5 og Austurstræti 6 og 8.  Byggingarnar eru steinsteyptar en samtals er um að ræða um sjö þúsund fermetra atvinnuhúsnæði á nokkrum hæðum.  Eignirnar eru vel staðsettar en þar voru höfuðstöðvar Landsbankans um áratuga skeið.  Eignirnar eru nálægt stofnbrautum og vel í sveit settar m.t.t. almenningssamgangna og væntanlegrar borgarlínu. Þá er ásýnd húsanna vel þekkt í byggingarsögunni, bæði innan- og utanhúss. 

Stór hluti eignasafns Eikar fasteignafélags samanstendur af vönduðu skrifstofu- og verslunarhúsnæði í helstu viðskiptakjörum höfuðborgarsvæðisins og félagið hefur mikla þekkingu á gæðum og kröfum sem henta undir rekstur leigutaka með nútíma þarfir í huga.  Ljóst er að við þessi tímamót skapast miklir möguleikar fyrir áhugasama og er félagið tilbúið að horfa til spennandi lausna bæði varðandi stór og og lítil leigurými.  Þá er í byggingunum sturtuaðstaða og geymslur fyrir reiðhjól. 

Nú þegar eru laus til leigu fjögur skrifstofurými að Hafnarstræti 7 og Hafnarstræti 8. Skrifstofurýmin eru frá ca 165-230 fm. Sjá nánar merkt með bláu á grunnmyndum með eigninni. Nánari upplýsingar um eignina veitir starfsfólk útleigu bæði í síma 590-2200 og á netfangið: utleiga@eik.is

 

Sjá á korti

Rými í boði

Skrifstofurými
Gerð:
Skrifstofuhúsnæði
Stærð:
165 m2
Skrifstofurými
Gerð:
Skrifstofuhúsnæði
Stærð:
2000 m2
  1. Senda fyrirspurn