Skrifstofuhótelið Akkur

Skrifstofuhótelið Akkur er á besta stað í Múlunum að Ármúla 13. Svæðið hefur um langt árabil verið eitt vinsælasta skrifstofusvæði borgarinnar. Í Akkri eru á þriðja tug skrifstofurýma, mismunandi að stærð í rúmlega þúsund fermetrum á jarðhæð byggingar. Leigutakar hafa aðgang að þremur fullbúnum fundarherbergjum, setsvæðum, eldhúsi o.fl. Vandað er til verka í hönnun, húsbúnaði og öðrum búnaði en skrifstofuhótelið var hannað með hliðsjón að markaðsrannsókn sem Gallup gerði fyrir félagið. Akkur er frábær valkostur fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem kjósa sveigjanleika og gæði án langtímaskuldbindingar. Í byggingunni er sturtu- og búningsaðstaða og læst geymsla fyrir hjól. Hægt er að leigja bílastæði sem aðgangi er stýrt í bílakjallara og á útiplani við bygginguna. Á grunnmynd gefur að líta heildargrunnplan skrifstofuhótelsins og raunstöðu þar á. Þær skrifstofur sem eru lausar eru merktar með gulu og það sama á við um skrifstofuboxin, gulu boxin eru laus til leigu. Nánari upplýsingar um skrifstofuhótelið, laus leigurými og bókun fyrir innlit er á utleiga@eik.is

Rými í boði

  1. Senda fyrirspurn
Gul eru til leigu, grá eru ekki til leigu, blá eru valin
Skrifstofa 9
Hæð:
1. hæð
Skrifborð:
4

Sjá á korti