Glerártorg
Til leigu eru fjögur verslunarrými í þessari glæsilegu verslunarmiðstöð sem jafnframt er sú stærsta utan höfuðborgarsvæðisins. Í verslunarmiðstöðinni eru tæplega fjörutíu verslanir auk veitingastaða, læknastofu, tannlæknastofu og blóðbanka. Um er að ræða verslunarrými nr. 03 á grunnmynd þar sem áður var rekinn pizzastaður. Umrætt verslunarrými er í kringum 70 fm og þar af eru 26 fm á millipalli. Þá er laust tæplega 40 fm verslunarrými og er það merkt nr. 5 á grunnmynd. Fljótlega getur svo losnað verslunarbil sem er merkt 01-06, 01-07 og 01-08 á grunnmynd en verslunarrýmið er samtals ríflega 360 fm. Möguleiki er á tvískiptingu verslunarrýmisins þar sem leigueiningar yrðu þá annars vegar í kringum 160 fm og hins vegar í kringum 200 fm. Þá getur verslunarrými nr. 44 losnað fljótlega en umrætt bil er tæplega 91 fm og þar er hárgreiðslustofa. Mjög gott aðgengi er að verslunarmiðstöðinni og hún nærri stofnbrautum. Nóg af bílastæðum.