Helluhraun 16-18
Fljótlega losnar til leigu tæplega 120 fm verslunarhúsnæði í þessum vinsæla verslunarkjarna í Hafnarfirði. Umrædd verslun er staðsett við hlið Vínbúðarinnar og er með afar góðu aðgengi fyrir viðskiptavini og starfsfólk. Stórir verslunargluggar og fjöldi bílastæða á bílaplani fyrir framan verslunina. Helluhraunið er nærri umferðaræð með miklum sýnileika frá götu. Um er að ræða verslunarkjarna í Hafnarfirði þar sem bæði Krónan og Bónus eru nærri.