Samfélagsleg ábyrgð

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja felst í því að fyrirtæki leggi sitt af mörkum til þess að stuðla að framförum í samfélaginu með því að gera meira en lög og reglugerðir krefjast. Fyrirtæki geta lagt sitt af mörkum með því að stuðla að aukinni velferð starfsmanna, viðskiptavina, hagsmunaaðila og samfélagsins í heild auk þess að huga að umhverfinu í gegnum daglegan rekstur. Samfélagið þarf á arðsömum og vel reknum fyrirtækjum að halda og sérhvert fyrirtæki þarf á heilbrigðu samfélagi að halda til þess að geta sinnt hlutverki sínu, vaxið og dafnað. Um leið og Eik fasteignafélag leggur áherslu á að skapa verðmæti og skila arði leggur félagið mikla áherslu á að vera efnahagslega ábyrgt, starfa innan þess lagaramma sem gildir, vera siðferðislega ábyrgt og vera eftirsóttur og öruggur vinnustaður.

Sjálfbærniskýrsla Eikar

    Samhliða ársreikningi gefur Eik árlega út sjálfbærniskýrslu þar sem birtar eru lykilstærðir og upplýsingar er varða umhverfi, félagslega þætti, stjórnarhætti og áhrifa á hagsæld.