Skrifstofuhótelið AKKUR

24. júní 2022

Eik fasteignafélag hefur opnað glæsilegt skrifstofuhótel á besta stað í Múlunum. Svæðið hefur um langt árabil verið eitt vinsælasta skrifstofusvæði borgarinnar.
Hér er slóðin á laus leigurými skrifstofuhótelsins

Félagið býður nú nýjung með meiri þjónustu við leigutaka þar sem í boði verða á þriðja tug skrifstofurýma, mismunandi að stærð í rúmlega þúsund fermetrum á jarðhæðinni í Ármúla 13. Leigutakar munu hafa aðgang að fullbúnum fundarherbergjum, setsvæðum, eldhúsi o.fl. Vandað er til verka í hönnun, húsbúnaði og öðrum aðbúnaði en skrifstofuhótelið var hannað með hliðsjón af markaðsrannsókn sem Gallup gerði fyrir félagið.


Akkur er frábær valkostur fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem kjósa sveigjanleika og gæði án langtímaskuldbindinga. Minni skrifstofurnar sem henta einyrkjum eru fullbúnar skrifborðum og skrifborðsstólum. Stærri skrifstofurýmin, sem henta tveimur til átta aðilum, verða afhentar án húsbúnaðar en hægt verður að leigja skrifstofuhúsgögn óski leigutakar þess. Í byggingunni er sturtu- og búningsaðstaða og læst geymsla fyrir hjól. Hægt er að leigja bílastæði sem aðgangi er stýrt að bæði í bílakjallara og á útiplani við bygginguna.

Nánari upplýsingar veitir utleiga@eik.is

Skilmálar og upplýsingar fyrir leigutaka AKKURS 

    Smelltu hér til að hlaða niður skilmálum á PDF formi

    Smelltu hér til að hlaða niður umgengnisreglum á PDF formi