Smáratorg 3 - tuttugasta hæðin

Fljótlega getur losnað eitt glæsilegasta skrifstofuhúsnæði landsins. Um er að ræða efstu hæðina í Turninum með stórbrotnu útsýni til allra átta. Hæðin er afar glæsileg og vandað hefur verið til allra innréttinga og gólfefna. Um er að ræða hæð og millipall, samtals ríflega 900 fm.

Byggingin hefur um langt árabil verið afar vinsæl hjá félaginu. Húsvörður er í byggingunni. Urmull bílastæða sem og rafbílastæði bæði í bílastæðakjallara og á stórum bílastæðaplönum úti allt í kringum bygginguna. Læst hjólageymsla er í kjallara byggingar ásamt sturtu- og búningaaðstöðu.

Rými í boði

Skrifstofurými
Gerð:
Skrifstofuhúsnæði
Stærð:
910 m2
  1. Senda fyrirspurn