Sóltún 26 - efsta hæð
Fljótlega losnar til leigu efsta hæð byggingar með glæsilegu útsýni til allra átta, til sjávar, fjalla og borgar. Eignin er vel staðsett í rólegu hverfi borgarinnar þar sem stutt er í viðskiptahverfi Borgartúnsins. Skrifstofan er hönnuð af bresku arkitektastofunni tp bennett. Hæðin er sérlega glæsileg og hátt til lofts. Stór opin skrifstofurými, sex skrifstofur/ fundarherbergi sem eru mismunandi að stærð auk glæsilegs eldhúss. Bílakjallari er undir byggingunni og auk þess er byggingin vel búin bílastæðum á plani úti allt í kring.