SPORT24

SPORT24 opnaði sína fjórðu verslun á Íslandi í febrúar 2021, sem er um leið fyrsta outlet verslun fyrirtækisins, en hún er staðsett á Smáratorgi í Kópavogi. Fyrir eru verslanirnar SPORT24 Miðhrauni í Garðabæ, SPORT24 Reykjanesbæ og SPORT24 Akureyri. Eigendur SPORT24 eru hjónin Ævar Sveinsson og Berglind Þóra Steinarsdóttir

Fyrir hvað stendur SPORT24, Ævar?

,,SPORT24 er dönsk verslanakeðja með 186 verslanir í Danmörku sem bjóða upp á fyrsta flokks íþróttavörur á afar hagstæðu verði. Áhersla er lögð á að bjóða upp á breitt og gott vöruúrval frá öllum stærstu íþróttavöruframleiðendum heims. Þetta er stærsta sportvöruverslun Danmerkur og í krafti stærðarinnar er hægt að kaupa inna á afar hagstæðu verði. SPORT24 á Íslandi fær sínar vörur í gegnum SPORT24 í Danmörku og getur því í mörgum tilfellum boðið upp á sérlega hagstæð verð á íþróttavörum sem skilar sér beint til íslenskra neytenda.“

Hver var ástæðan fyrir því að þið völduð að opna outlet verslun á Smáratorgi í Kópavogi?

,,Smáratorg er frábær staðsetning en hér erum við miðsvæðis og hingað er auðvelt að komast hvaðan sem er af stór Reykjavíkursvæðinu. Við erum auðfundin hér á Smáratorginu, aðgengi viðskiptavina okkar er gott, hér er nóg af bílastæðum og auk þess eru hér öflugar verslanir í kringum okkur svo að það er alltaf mikið líf og fjör hér á torginu okkar. Mikið af fólki á öllum aldrei sækir hingað ýmsa þjónustu og það er einmitt sá hópur sem við erum að sækjast eftir og viljum sjá í versluninni okkar.

Þegar okkur bauðst að leigja þetta fallega húsnæði af Eik hugsuðum við okkur ekki tvisvar um. Sem fyrr segir var staðsetningin það sem við vorum að leita að en auk þess var þetta verslunarrými fyrsta flokks. Hér hafði verið verslun fyrir en við höfðum frá fyrsta degi fullt frelsi til að aðlaga húsnæðið að okkar þörfum og starfsmenn Eikar hafa verið boðnir og búnir til að koma til móts við okkur og þjónustað okkur.“

Hvað er í boði fyrir viðskiptavini outlet SPORT24?

,,Hér er að finna mikið og gott úrval af vönduðum íþrótta- og útivistafatnaði á hagstæðu verði fyrir alla aldurshópa. Viðskiptavinir okkar geta verið vissir um fyrsta flokks gæði, gott verð og fjölbreytt úrval en í öllum verslunum SPORT24 er lögð áhersla á að fjölskyldan sé alltaf í forgrunni. Fjölskyldan getur komið til okkar og klárað innkaup fyrir vonandi sem flesta í sömu innkaupaferðinni. SPORT24 outlet er með sama markmið nema þar er hugsanlega hægt að gera þessi innkaup á enn hagstæðara verði hvort sem um er að ræða íþróttafatnað, úlpur, kuldagalla eða skó svo eitthvað sé nefnt.“

Þetta er annað verslunarrýmið sem SPORT24 leigir af Eik en í október 2019 var glæsileg íþróttavöruverslun opnuð í Miðhrauni í Garðabæ.

,,Við vorum afar heppin þegar okkur bauðst verslunarrýmið í Miðhrauni. Það er stór hópur barna og unglinga sem iðka íþróttir á svæðinu hér í kring og fjöldi öflugra íþróttafélaga eru þar nálægt. Nálægðin við stóru íþróttahallirnar er afar heppileg en verslunin í Miðhrauni er hugsuð til að þjóna þessu kröftuga hópi ungmenna sem æfa íþróttir hjá öllum þessum félögum. 

Við vorum afar lánsöm þegar við tókum við húsnæðinu en við fengum að hanna það og þróa svo það félli algerlega að þörfum okkar og við erum mjög ánægð með alla samvinnu við Eik – allt frá fyrsta degi.“

Hjónin Ævar og Berglind Þóra eiga og reka SPORT24 en þau hafa verið viðloðandi verslun og viðskipti í rúm þrjátíu ár. Þetta eru þó fyrstu verslanirnar sem þau reka. Hvað varð þess valdandi – íþróttaáhugi?

Jú það var einmitt áhugi á íþróttum sem dró okkur inní þennan rekstur. Ég stundaði íþróttir sem barn og unglingur og núna líður ekki sá dagur að ég fari ekki ræktina – bara til að halda heilsu. 

Það myndaðist gat á markaðnum þegar verslunin Intersport var lokað árið 2018 vantaði sárlega verslun sem sérhæfði sig í að vera með íþróttavörur fyrir alla fjölskylduna. Við vorum búin að vera með okkar eigin heildverslun í um tuttugu ár og þekktum vel til þessara mála og aðrir þekktu vel til okkar. Forráðamenn SPORT24 í Danmörku komu að máli við okkur og báðu okkur um að koma í samvinnu með þeim og fylla upp í þetta gat sem hafði myndast. Við ákváðum að slá til og sjáum ekki eftir því. Veltan hefur aukist jafnt og þétt og árið 2021 verður hún komin yfir einn milljarð. Það er ekki svo slæmt.“