Arðgreiðslustefna

Stefna stjórnar er að greiða árlega út arð sem nemur allt að 50% af handbæru fé frá rekstri ársins að frádreginni þeirri fjárhæð sem nýtt verður í kaup á eigin bréfum fram að boðun næsta aðalfundar. Við mótun tillögu um arðgreiðslu skal litið til fjárhagsstöðu félagsins, fyrirætlana um fjárfestingar og stöðu efnahagsmála.

Persónuverndarstefna

Eik fasteignafélag leggur áherslu á persónuvernd í starfsemi sinni og leggur sig fram um að tryggja vernd og öryggi þeirra persónuupplýsinga sem félagið hefur undir höndum hverju sinni. Félagið hefur sett sér persónuverndarstefnu sem lýsir vinnslu félagsins á persónuupplýsingum einstaklinga og í hvaða tilgangi þeirra er aflað. Persónuverndarstefnunni er ætlað að stuðla að því að vinnsla félagsins á persónuupplýsingum sé í samræmi við gildandi lög og reglur á hverjum tíma.

Siðareglur

Eik fasteignafélag hefur sett sér siðareglur sem gilda fyrir starfsmenn og stjórnarmenn. Félagið vill taka virkan þátt í að byggja upp samfélagið, fylgja leikreglum þess og koma ávallt fram af heiðarleika.

Starfskjarastefna

Starfskjarastefna Eikar fasteignafélags tekur mið af langtíma markmiði um virðisaukningu fyrir hluthafa, góðum stjórnarháttum og hag viðskiptavina. Þannig er henni ætlað að styðja við áætlanir um uppbyggingu félagsins og stuðla að því að hjá félaginu starfi hæfir og öflugir einstaklingar

Umhverfis og samfélagsmál

Á ári hverju gefur félagið út samfélagsskýrslu um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti hjá félaginu. Markmið umhverfisstefnu félagsins er að draga úr mengun og losun gróðurhúsalofttegunda í tengslum við rekstur þess. Þannig axlar félagið ábyrgð gagnvart samfélaginu, nærumhverfinu og komandi kynslóðum.

Upplýsingastefna

Meginmarkmið upplýsingastefnu Eikar fasteignafélags er að félagið veiti markaðnum tímanlega nákvæmar og áreiðanlegar upplýsingar um félagið í samræmi við lög og reglugerðir er varða félög á skipulegum verðbréfamarkaði, og reglur kauphalla þar sem félagið hefur skráð fjármálagerninga. Þannig tryggir félagið jafnan aðgang fjárfesta að upplýsingum um félagið og eykur þekkingu þeirra, og eftir atvikum annarra, á starfsemi félagsins.

Eik fasteignafélag er fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum.