Stjórnarhættir

Eik fasteignafélag hf. kappkostar að viðhalda góðum stjórnarháttum í samræmi við gildandi leiðbeiningar og reglur. Stjórn félagsins skipa fimm einstaklingar kjörnir af hluthöfum. Daglegur rekstur heyrir undir forstjóra félagsins sem situr í framkvæmdastjórn.

Regluvörður félagsins er Jóhann Magnús Jóhannsson lögmaður og staðgengill regluvarðar er Árdís Ethel Hrafnsdóttir.

Endurskoðendur

Endurskoðandi félagsins er Auður Þórisdóttir löggiltur endurskoðandi hjá KPMG ehf.

Endurskoðunarnefnd

Stjórn skipaði endurskoðunarnefnd félagsins þann 7. júlí 2020. Nefndina skipa Arna Harðardóttir stjórnarmaður, sem jafnframt er formaður nefndarinnar, Arnar Már Jóhannsson, löggiltur endurskoðandi og Hersir Sigurgeirsson, stjórnarmaður. Starfssvið endurskoðunarnefndar nær til Eikar og félaga innan samstæðu Eikar. Endurskoðunarnefndin skal leitast við að tryggja áreiðanleika ársreikninga og annarra fjármálaupplýsinga ásamt óhæði endurskoðenda Eikar.

Starfskjaranefnd

Stjórn skipaði starfskjaranefnd félagsins þann 25. júní 2020. Nefndina skipa stjórnarmennirnir Eyjólfur Árni Rafnsson, sem jafnframt er formaður nefndarinnar, Bjarni Kristján Þorvarðarson og Guðrún Bergsteinsdóttir. Starfskjaranefnd undirbýr tillögur að starfskjarastefnu og starfskjörum stjórnarmanna fyrir hluthafafund. Jafnframt undirbýr nefndin samninga um laun og önnur starfskjör við forstjóra og aðra starfsmenn, heyri þeir undir stjórn.

Tilnefningarnefnd

Á hluthafafundi 10. júní 2020 voru kjörin í tilnefningarnefnd félagsins Drífa Sigurðardóttir, ráðgjafi, sem jafnframt er formaður nefndarinnar, og Ingólfur Bender, hagfræðingur. Stjórn skipaði Þorkel Erlingsson, verkfræðing, í nefndina. Hlutverk tilnefningarnefndar er að vera ráðgefandi við kosningu stjórnarmanna og markmið hennar er að skapa hluthöfum forsendur fyrir upplýstri ákvörðunartöku við stjórnarkjör. Hluthafar geta komið sjónarmiðum á framfæri við nefndina, óskað eftir fundi með nefndinni, sent nefndinni tillögur eða ábendingar um mögulega frambjóðendur á netfangið tilnefningarnefnd@eik.is.

Tilnefningarnefnd hefur hafið undirbúning að stjórnarkjöri fyrir næsta aðalfund félagsins. Samkvæmt grein 4.1 í starfsreglum tilnefningarnefndar er nefndinni heimilt að hafa beint samband við hluthafa félagsins vegna starfa sinna. Með hliðsjón af því hefur nefndin ákveðið að bjóða stærstu hluthöfum að koma á framfæri við nefndina sjónarmiðum, tillögum eða ósk um fund með nefndinni. Auk tillagna er þess sérstaklega óskað að hluthafar greini nefndinni frá sjónarmiðum sínum um lykilhæfni og samsetningu fyrir stjórn. Allir hluthafar geta sem fyrr haft samband gegnum framangreint netfang eða beint við formann nefndarinnar.

Eik fasteignafélag hefur sett sér stefnur um ýmis málefni.