Þjónusta við leigutaka

Starfsmenn húsumhyggju Eikar fasteignafélags sinna þjónustu við leigutaka í fasteignum félagsins. Þeir hafa umsjón og eftirlit með rekstri á sameiginlegum svæðum, s.s. þrifum í stigahúsum, sorphirðu, lóðarumhirðu, snjómokstri og öllu því sem fylgir rekstri á fasteign. Þá bjóða starfsmenn húsumhyggju upp á þjónustu við að sinna samningsbundu viðhaldi leigutaka innan hins leigða rýmis.

Neyðarnúmer 590 2200
Eik fasteignafélag sinnir neyðarþjónustu allan sólarhringinn.

Algengar spurningar

  Minniháttar lagfæringar á hinu leigða, svo sem vegna færanlegra innréttinga, skilveggja og veggskreytinga, málun o.þ.h., þarfnast ekki samþykkis leigusala. Húsnæði afhendist hvítmálað og skal skilað hvítmáluðu í leigulok. Aðrar breytingar eru ekki heimilar nema með skriflegu samþykki leigusala. Óskir um breytingar á húsnæðinu skal senda á thjonusta@eik.is og verður beiðnin tekin fyrir hjá félaginu við fyrsta tækifæri.

  Ef erindið snýr að viðhaldi eða rekstri fasteigna skal hafa samband í gegnum netfangið thjonusta@eik.is. Ef erindið varðar reikninga eða innheimtu skal senda tölvupóst á reikningshald@eik.is Ef erindið snýr að leigumálum, leigusamningi eða fyrirspurn um laus leigurými skal senda á netfangið utleiga@eik.is. Einnig er hægt að hringja í aðalnúmer félagsins 590-2200.

  Það er hægt að nálgast þær upplýsingar hér.

  Rekstrarkostnaður er sá raunkostnaður sem fellur til við rekstur fasteignarinnar og er því breytilegur í eðli sínu. Rekstrarkostnaður er innheimtur samkvæmt hlutfallstölu. Dæmigerðir fastir liðir eru hiti, rafmagn, þrif, sorp, brunakerfi, húsumsjón, lóðarumhirða, tækni- og öryggiskerfi, lyfta og loftræstikerfi. Reikningar geta verið misháir á milli mánaða, t.d. verið hærri vegna snjómoksturs á veturna.

  Útleiga fasteigna fellur utan laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, og er meginreglan sú að húsaleiga beri ekki virðisaukaskatt. Hinsvegar geta aðilar sem leigja út fasteignir í atvinnuskyni sótt um frjálsa skráningu á fasteign og í þeim tilvikum ber leigusala að innheimta virðisaukaskatt (útskatt) af húsaleigu. Frjáls skráning heimilar fasteignaeigendum að innskatta (fá endurgreiddan) virðisaukaskatt vegna byggingar eða endurnýjunar á viðkomandi fasteign. Leigutakar sem eru í virðisaukaskattskyldri starfsemi geta einnig innskattað virðisaukaskatt á húsaleigu á móti útskatti í sínum rekstri.

  Virðisaukaskattskvöð myndast þegar fasteignaeigandi hefur fengið innskatt endurgreiddan frá ríkinu, vegna byggingar eða endurnýjunar fasteignar og fyrnist þessi innskattskvöð á 20 árum.

  Í samstarfi við Ísorku hefur Eik fasteignafélag sett upp hleðslustöðvar við nokkrar byggingar félagsins og verður þeim fjölgað á næstu mánuðum. Til þess að fá aðgang að hleðslustöðvum Eikar þarf að sækja Ísorkulykil, sjá www.isorka.is. Hleðslustöðvar okkar eru annars vegar opnar öllum og hins vegar eingöngu fyrir leigutaka viðkomandi byggingar. Við hverja stöð er hægt að hlaða tvo bíla á sama tíma, stöðvarnar eru snúrulausar (nema á Smáratorgi 3) sem þýðir að hægt er að hlaða allar gerðir rafbíla.  Stöðvarnar mæla notkun ásamt því að vera búnar fullkominni aðgangsstýringu. Öll notkun er sýnileg í Ísorku appinu (nema Smáratorg 3) ásamt því að notendur geta fylgst með sinni hleðslu á meðan þeir hlaða bílinn.

  Hleðslustöðvar sem nú eru opnar öllum eru á eftirfarandi stöðum:
  1.       Suðurlandsbraut 10, 1 stöð
  2.      Álfheimar 74 í bílakjallara, 2 stöðvar
  3.      Smáratorg 3 í bílakjallara, 6 stöðvar

  Hleðslustöðvar sem eingöngu eru opnar fyrir leigutaka viðkomandi byggingar:
  1.       Ármúli 3, 2 stöðvar
  2.       Borgartún 26 bílakjallari, 2 stöðvar
  3.       Guðríðarstígur 2, 1 stöð

  Verð á hleðslu:
  26 kr./kWst.
  Fyrstu 3 klst. er ekkert tímagjald en eftir það tekur við tímagjald 3 kr. á hverja mínútu í hleðslu.

  Leigurýmið skal vera tómt og vel þrifið á skiladegi.

  Yfirborð veggja og lofta skal vera snyrtilegt.
  o   Spartlað skal í öll naglagöt og veggir málaðir.

  Gólf skulu meðhöndluð samkvæmt góðum venjum og gólfefnum.
  o   Hér er átti við bón, olíu eða önnur efni sem viðkomandi gólfefni kallar á hverju sinni.

  Allar innréttingar, hurðir og annar búnaður skal vera yfirfarinn og vera í lagi fyrir skil.
  o   Lamir, skrár, pumpur, felliþröskuldar og annar búnaður skal yfirfarinn.
  o   Gluggar og gluggabúnaður á að hafa fengið eðlilegt viðhald. Er þá átt við t.a.m. stormjárn, læsingar, pumpur, sleða o.fl.
  o   Allir tenglar skulu vera í lagi.
  o   Salerni, vaskar og blöndunartæki skulu vera í lagi.

  Öll kerfi skulu yfirfarin af viðurkenndum þjónustuaðila fyrir skil.
  o   Hér er átt við loftræstikerfi, brunaviðvörunarkerfi, kælikerfi, vatnsúðakerfi, aðgangsstýrikerfi og fl.

  Tjón á innanstokksmunum skal lagfært fyrir skil.
  o   Hér skal þó haft í huga að um eðlilegt slit getur verið að ræða m.v. notkun.

  Þegar leigutaki er með alla fasteignina á leigu skal gæta þess að almenn umhirða lóðar sé í lagi.
  o   Bílastæði þrifin og máluð,
  o   niðurföll hreinsuð,
  o   rúður hreinar,
  o   gróður og græn svæði hirt
  o   kantar heilir.

  Leigusali mun framkvæma formlega úttekt á ástandi hins leigða rýmis.

  1.           Inngangur

  Gjaldskrá þessi gildir fyrir þjónustu Eikar rekstrarfélags ehf. (hér eftir nefnt „rekstrarfélagið“) við leigutaka Eikar fasteignafélags hf. eða dótturfélaga í samstæðu þess.

  2.          Tímagjald húsumhyggju

  Tímagjald húsumsjónarmanna á vegum rekstrarfélagsins er 9.600 kr. auk virðisaukaskatts. Tímagjald er innheimt fyrir (i) eftirlit og umsjón með fasteignum, og (ii) fyrir veitta þjónustu umsjónarmanns í séreign leigutaka.

  Fyrir útkall eftir almennan vinnutíma, þ.e. milli kl. 17.00 og 8.00 á virkum dögum og um helgar er innheimt að lágmarki 4 tímar.

  Tímagjald breytist í samræmi við almennar verðlagsbreytingar og er miðað við þá gjaldskrá sem gildir þegar reikningur er gerður.

  3.         Rekstrarkostnaður

  Rekstrarfélagið leggur út fyrir rekstrarkostnaði fasteigna og innheimtir frá leigutaka mánaðarlega, í samræmi við hlutdeild hans í sameign hins leigða.

  4.         Umsýslugjald

  Af rekstrarkostnaði reiknast umsýslugjald, sem svarar til 7,5% af fjárhæð rekstrarkostnaðar samkvæmt reikningi auk virðisaukaskatts.

  Komi til leiðréttingar á rekstrarkostnaði til lækkunar eftir á, svo sem vegna álesturs mæla skal  upplýst um þá inneign sem við það myndast á næsta reikningi. Umsýslugjald skal ekki reiknað af inneigninni.

  Áður greitt umsýslugjald skal ekki endurreiknað til lækkunar eða endurgreitt.

  5.          Önnur ákvæði

  Leigutaka ber að greiða rekstrarkostnað og umsýslugjald mánaðarlega, fyrir mánuðinn á undan, á gjalddaga sem leigusali ákveður, nema annað komi fram í leigusamningi aðila.

  Gjaldskrá þessi er birt á heimasíðu Eikar fasteignafélags hf. þann 2. janúar 2024

   

  Þjónustubeiðni

  Gott fyrir leigutaka vita

  Pappírslaus viðskipti
  Eik býður viðskiptavinum upp á pappírslaus viðskipti. Hægt er að sækja reikninga rafrænt í gegnum skeytamiðlun eða fá senda með vefpósti.