Wok to Walk
Fyrirtækið Wok to Walk er staðsett að Smáratorg 1 í Kópavogi sem er miðja höfuðborgarsvæðisins í dag.
Smárartorg 1 er í alfaraleið á miðju höfuðborgarsvæðinu og þar er að finna fjölbreytt úrval verslana, veitingastaða og þjónustuaðila í læknatengdri starfsemi. Fáa hefur líklega grunað fyrir aldamótin síðustu að miðju höfuðborgarsvæðisins yrði síðar að finna í móum Kópavogs þar sem strá, þúfur, og steinar réðu ríkjum og eina mannlega lífsmarkið var að finna í kofaþorpi barna bæjarins. En rétt eins og börnin, stækkaði ekki bara Kópavogur, heldur höfuðborgarsvæðið allt sem teygði sig hægt og bítandi í allar áttir. Smáratorg 1 og Turninn, Smáratorg 3, voru reist af framsýni og þar er nú að finna sannkallaðan miðpunkt höfuðborgarsvæðisins með fjölda skrifstofa, verslana, þjónustu og fyrirtækja. Eik fasteignafélag hefur sérhæft sig um árabil að vera fjölda fyrirtækja innan handar við að klæðskerasauma atvinnuhúsnæði við Smáratorg í takt við þeirra óskir, rétt eins og fyrir fyrirtækið Wok to Walk.
Alþjóðlega asíska veitingahúsakeðjan Wok to Walk hefur slegið í gegn á Íslandi, rétt eins og út um allan heim, en auk þess að vera með veitingastaði á Smáratorgi, má finna staði í Hafnarfirði og Borgartúni. Keðjan er í eigu japanska stórfyrirtækisins Toridoll, sem rekur á annað hundrað asískra matsölustaða um heim allan en rúmir tveir áratugir eru síðan fyrsti staðurinn opnaði í Amsterdam í Hollandi. Síðan þá hefur hvert landið bæst við af öðru, en staðina má m.a. finna í Bretlandi, Frakklandi, Spáni, Ítalíu, Portúgal, Búlgaríu, Indlandi, Bandaríkjunum og Mexíkó, auk þess sem Ísland bættist í hópinn seint á síðasta ári.
Wok to Walk, hefur oft verið nefndur uppáhalds asíski götubiti Evrópu og það er Einar Örn Einarsson, sem rekur staðina á Íslandi. Einar Örn hefur áratugareynslu af rekstri veitingastaða, en hann stofnaði Serrano árið 2002 og er framkvæmdastjóri Zócalo, sem rekur m.a. veitingastaði í London, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn.
„Þetta er líklega sterkasta keðjan í hópi Wok veitingastaða í heiminum með öflugt vörumerki og frábæran mat og það var afar ánægjulegt að ná að opna hann hér á landi og á Smáratorgi líður okkur afskaplega vel, enda erum við í mjög hentugu og góðu húsnæði,“ segir Einar Örn.
„Við tókum í raun við húsnæðinu af öðrum stað sem þarna var rekinn, Wok On, sem hefur sína sögu, en við tókum strax þá ákvörðun að gera þetta algjörlega að okkar og tókum staðinn alveg í gegn. Við keyptum tæki og tól af þrotabúinu og Smáratorgið var fullbúið sem wok staður, en okkar konsept hefur ekkert með fyrra fyrirtækið að gera, heldur er þetta hágæða Wok to Walk staður sem fylgir ítrustu kröfum frá alþjóðlega fyrirtækinu. Við vinnum með traustum birgjum sem framleiða vörur fyrir okkur og tryggjum þannig bestu mögulegu gæði sem fallið hefur íslenskum neytendum afar vel í geð,“ segir Einar Örn.
Hann segir að auðvitað tengi einhverjir staðina saman, en þó það sé skiljanlegt í ljósi þeirrar miklu umfjöllunar sem um Wok On var, séu engin tengsl nema að Wok To Walk hafi keypt þrotabúið.
„Við réðum þrautreyndan matreiðslumann til að taka utan um öllu gæðamálin, fórum yfir ítarlegar skýrslu heilbrigðiseftirlits og tókum staðinn í gegn með tilliti til þeirra krafna og réðum þaulvant starfsfólk til að sinna okkar viðskiptavinum.“
Eitt af því sem Einar Örn segir að hafi heppnast afar vel, var að bjóða öllu starfsfólki upp á íslenskukennslu á vinnutíma og segir hann að því hafi verið afar vel tekið, enda bæti það án efa lífsgæði starfsmanna og geri þeim betur kleift að aðlagast íslensku þjóðfélagi.
Og hvað staðsetningu varðar, sé Smáratorg afar heppilegur staður fyrir veitingastað.
„Smáratorg er mikill miðpunktur höfuðborgarsvæðisins og þarna í kring starfar og býr fjöldi fólks. Take away matur nýtur mikilla vinsælda og staðsetningin er þannig að það hentar bæði starfsmönnum á vinnustöðum og íbúum á heimleið að renna þarna við og kippa með sér nýjum og ferskum asískum götubita, hvort sem það eru Pad Thai réttir, núðlur eða grænmetisréttir, svo eitthvað sé nefnt. Fólk er ánægt með hversu auðvelt er að fá bílastæði þarna og aðkoman er mjög góð,“ segir Einar Örn.
„Við erum himinlifandi með samstarfið við Eik fasteignafélag á Smáratorginu. Öll mál sem hafa komið upp hafa verið leyst skjótt, fumlaust og af alvöru. Það sama á við um þjónustu á Smáratorginu sjálfu, starfsfólk Eikar er skjótt að bregðast við og gerir það af fagmennsku, sem er alveg í stíl við það sem við erum að gera á Wok to Walk,“ segir Einar Örn
Hann segir að góðar viðtökur Íslendinga, ekki síst á Smáratorgi, geri það að verkum að áætlanir eru uppi um að opna á fleiri stöðum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Fjöldi bílastæða eru þar á bílaplani úti og í stórum bílakjallara þannig að aðgengi fyrir viðskiptavini og starfsfólk er afar gott.
Það er því ekki úr vegi, bókstaflega, að renna við á Wok to Walk, næst þegar bragðlaukarnir kalla á góðan mat og þá er miðpunktur höfuðborgarsvæðisins hentugur viðkomustaður.